Um okkur

Svansson ehf

Svansson ehf er stofnað 1. Nóvember 2006

Við lifðum hrunið af, en fyrstu árin eftir hrun voru erfið. En þetta hafðist allt og við lítum björtum augum á framtíðina.

Við leggjum metnað í að veita viðskiptavinum okkar góða þjónustu og góða vöru á góðu verði og þjónustum okkar vörur sjálf.

Svansson ehf er fjölskyldu fyrirtæki, í eigu hjónana Sigurðar Svanssonar og Ólafar Eðvarðsdóttur.

Sigurður er fæddur og uppalinn Dalamaður, sonur Svans Hjartarsonar bifreiðastjóra frá Vífilsdal í Hörðudal, Dalasýslu og Eddu Tryggvadóttur frá Arnarbæli á Fellsströnd, Dalasýslu.

Ólöf er fædd á Ási í Nesjum á Hornafirði, dóttir Eðvarðs Sigurjónssonar stöðvastjóra Pósts & Síma, frá Reykjavík og Önnu Margrétar Ragnarsdóttur frá Grund , Nesjum á Hornafirði.